Björn Erlingsson

Hóf snemma á unglingsárunum að taka ljósmyndir og var þá í meira lagi orðinn áhugasamur fyrir íslenskri náttúru. Við það m.a. að horfa austur til fjalla frá sveitabæ einum fyrir austan Selfoss þar sem hann var í sveit hin björtu en oft rigningasömu sumur. Þar sem í fjarska voru: Hekla, Tindfjöll, Þríhyrningur og Eyja- fjallajökull.

En segja má að áhuginn fyrir ljósmyndum hafi þegar komið í ljós við fjögurra ára aldur, en á heimili foreldranna var bókin Ísland í myndum, með svart hvítum myndum nokkurra valinkunnra ljósmyndara. Þar sem sjá mátti myndir úr mannlífi, náttúru og sögu þjóðar. En Björn hefur tekið ljósmyndir við mismun- andi aðstæður og viðfangsefni, með það að markmiði að skapa farveg fyrir hin ýmsu hugðarefni, en þá hafa tónlist, ritlist og málverk einnig komið við sögu og minnisbókin sjaldnast langt undan.

Ferðalag ímyndunaraflsins

Sem fyrr, settist ég þennan daginn

á iðgræna þúfu

horfði löngunaraugum 

til óspilltra fjalla.

Þessa óþekkta heims

sem aðeins ímyndunaraflið 

gat komið mér til.

Með því stefndi ég 

á snjóhvítan fjallstind

samferða fuglum.

Með þeim flaug ég hvíldarlaust

þó sæti ég enn á sama stað.

Úr bókinni Tveggja heima skil, frá árinu 1998.

 

 

Það þarf ekki alltaf að fara langt til að finna myndefni, en getur þó verið þess virði að leggja á sig langa ferð til að upplifa áhugaverða staði. Aðal málið er þó jafnan hvað maður sér og hvernig tekst að fanga þetta einstaka augnablik, sem svo er horfið.

En í nálægðinni er líka alltaf myndefni að finna og stundum verða til sjálfsmyndir, en á öðrum stundum stórir atburðir í náttúrunni eða mannlífinu.

Blaðagreinar og fl.

 

Eftir Björn hafa birst fáeinar greinar um samfélagsleg efni; umhverfismál, stjórnmál og fl. En hann skrifaði m.a.  blaðagreinina „Er lögbrot að ljósmynda?“ sem óhætt er að segja að hafi vakið nokkra athygli og var í kjölfar mótmæla við Alþingishúsið 20. janúar 2009. En einnig má finna grein eftir Björn, sem ber heitið „Tákn Austurlands horfið“, í tengslum við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun á hálendi Íslands og fl.

Nám og störf

Lauk prófi í ljósmyndun og prentsmíði frá Upplýsinga- og fjölmiðlabraut við Tækniskólann í Reykjavík, og er einnig með meistararéttindi í bókbandi og fjölþætta reynslu í prentiðnaði og bókaútgáfu, og hefur rekið sjálfstæða atvinnustarfsemi til margra ára.

 

Fyrirlestrar og sýningar

Þann 6. október 2018 hélt Björn fyrirlestur og var með ljósmyndasýningu í Háskóla Íslands á ráðstefnunni „Hrunið þið munið“, í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá hinu mikla efnahagshruni haustið 2008.

Hefur í kjölfar þess verið með nokkra myndræna fyrirlestra um samfélagið og efnahagshrunið á hinum ýmsu stöðum. En var áður með ljósmyndasýninguna Ísland á umbrotatímum, í Kringlunni verslunarmiðstöð í tengslum við útgáfu á samnefndri bók frá árinu 2011.